Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 11. febrúar 2018 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Redknapp: De Bruyne sá besti sem ég hef séð
Mynd: Getty Images
Kevin de Bruyne hefur verið einn allra besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í vetur, ef ekki sá besti.

Sergio Aguero tók allar fyrirsagnirnar í gær þegar hann skoraði fernu í 5-1 sigri á Leicester en það var De Bruyne sem var að mata hann, Belginn lagði upp fyrstu þrjú mörk City í leiknum!

Jamie Redknapp, sérfræðingur Sky, er virkilega hrifinn af De Bruyne og segir hann besta sendingarmann sem hann hafi séð.

„Þú verður að viðurkenna ímyndunaraflið og snillina sem De Bruyne býr yfir, hann sér leikinn í "slow-motion" og það er það sem allir frábærir leikmenn sem ég hef spilað gegn eða horft á gera," sagði Redknapp um þennan frábæra leikmenn Manchester City.

„Það hvernig ímyndunarafl hans og heili virka, það er á öðru stigi en hjá öllum öðrum. Frábærir leikmenn búa sér til tíma, leikurinn er stopp þegar þeir eru með boltann og það virkar þannig hjá De Bruyne. Hann er einstakur."

„Ég myndi ganga svo langt að segja að hann sé sá besti sem ég hef séð í að senda boltann."
Athugasemdir
banner
banner
banner