banner
   sun 11. febrúar 2018 17:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Barcelona náði ekki að skora á heimavelli
Messi, Suarez og Coutinho byrjuðu
Messi og félagar náðu ekki að skora.
Messi og félagar náðu ekki að skora.
Mynd: Getty Images
Stórskotalið Barcelona með Lionel Messi, Luis Suarez og Philippe Coutinho fremsta í flokki náði ekki að skora gegn Getafe á heimavelli í leik sem var að klárast í spænsku úrvalsdeildinni.

Messi, Coutinho og Suarez byrjuðu allir og þá kom Ousmane Dembele inn á í seinni hálfleiknum, en þrátt fyrir mikinn sóknarþunga tókst Börsungum ekki að skora.

Þetta er fjórða jafntefli Barcelona í 22 leikjum, en hinir 18 leikirnir í deildinni hafa unnist og er liðið með sex stiga forskot á Atletico Madrid á toppi deildarinnar. Barcelona á líka leik til góða.

Fyrr í dag hafði Sevilla betur gegn spútnikliði Girona á heimavelli. Eina markið gerði Pablo Sarabia á 46. mínútu.

Sevilla 1 - 0 Girona
0-0 Aday ('42 , Misnotað víti)
1-0 Pablo Sarabia ('46 )

Barcelona 0 - 0 Getafe
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner