Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   fös 11. mars 2016 21:55
Arnar Geir Halldórsson
Lengjubikarinn: Jafnt hjá Blikum og Víkingi Ólafsvík
Atli skoraði beint úr aukaspyrnu
Atli skoraði beint úr aukaspyrnu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik 2-2 Víkingur Ólafsvík
1-0 Höskuldur Gunnlaugsson (´14)
2-0 Atli Sigurjónsson (´21)
2-1 Kenan Turudija (´47)
2-2 Hrvoje Tokic (´54)

Pepsi-deildarliðin Breiðablik og Víkingur Ólafsvík áttust við í riðli 2 í A-deild Lengjubikars karla í kvöld en leikið var í Fífunni í Kópavogi.

Heimamenn voru miklu betri í fyrri hálfleik og fóru inn í leikhléið með tveggja marka forystu eftir lagleg mörk Höskulds Gunnlaugssonar og Atla Sigurjónssonar.

Ólafsvíkingar voru hinsvegar miklu ákveðnari í upphafi síðari hálfleiks og þeir Kenan Turudija og Hrvoje Tokic sáu til þess að staðan var orðin 2-2 snemma í síðari hálfleik.

Jonathan Glenn fékk dauðafæri til að koma Blikum í 3-2 en Cristian Martinez var vel á verði í marki Ólafsvíkinga.

Lokatölur 2-2 og mistókst því báðum liðum að hirða toppsætið af Fylki en Blikar hafa sjö stig í öðru sæti á meðan Víkingar hafa stigi minni í þriðja sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner