Áhugi Man Utd á Delap eykst - Telja að Salah hafi áhuga á að fara til Sádi-Arabíu - Newcastle reynir við Elliott
banner
   fös 11. mars 2016 11:33
Magnús Már Einarsson
Steve McClaren rekinn frá Newcastle (Staðfest)
Newcastle hefur staðfest að búið sé að reka knattspyrnustjórann Steve McClaren úr starfi.

„Eftir tapið gegn Bournemouth á laugardag þá hefur félagið notað tímann til að íhuga stöðuna og í dag hefur verið ákveðið að samningi félagsins við Steve McClaren er rift samstundis," sagði í yfirlýsingu frá Newcastle.

Líklegt er að Rafael Benítez taki við Newcastle en hann er sagður á leið í viðræður við félagið.

McClaren tók við Newcastle síðastliðið sumar en liðinu hefur gengið illa undir hans stjórn.

Newcastle er í augnablikinu í næstneðsta sæti í ensku úrvalsdeildinni en liðið mætir toppliði Leicester á mánudag.
Athugasemdir
banner
banner