Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 11. mars 2018 21:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arthur fer til Barcelona (Staðfest)
Arthur í leik með Gremio.
Arthur í leik með Gremio.
Mynd: Getty Images
Barcelona hefur náð samkomulagi við brasilíska félagið um kaupverð á miðjumanninum Arthur Melo. Barcelona greiðir 30 milljónir evra en við það gætu bæst 9 milljónir evra í árangurstengdar greiðslur.

Arthur mun koma til Barcelona í sumar.

Hinn 21 árs gamli Arthur hefur vakið athygli fyrir frammistöðu sína með Gremio. Hann hjálpaði liðinu að komast í úrslitaleikinn í Copa Libertadores, sem er jafngildi Meistaradeildarinnar í Suður-Ameríku. Hann hjálpaði liðinu svo að vinna keppnina.

Eftir sigurinn í Copa Libertadores fóru strax sögur á kreik um að Barcelona myndi kaupa hann, sem hefur svo gerst.

Barcelona er sem stendur á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar en það þarf eitthvað stórt að gerast ef liðið að missa af titlinum stóra.
Athugasemdir
banner
banner