Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 11. mars 2018 16:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Belgía: Tap hjá Ara Frey í lokaumferðinni
Ari í leik með Lokeren.
Ari í leik með Lokeren.
Mynd: Getty Images
Lokeren 0 - 2 Zulte-Waregem
0-1 Nill De Pauw ('31)
0-2 Peter Oladeji Olayinka ('89)

Lokeren tapaði 2-0 fyrir Zulte-Waregem í lokaumferð belgísku úrvalsdeildarinnar í dag.

Gestirnir í Zulte-Waregem komust yfir eftir hálftíma leik og gerðu út um leikinn þegar lítið var eftir með öðru marki.

Ari Freyr spilaði tæpan klukkutíma fyrir Lokeren. Hann var í byrjunarliðinu en var tekinn af velli á 56. mínútu.

Lokeren endar í 13. sæti deildarinnar en mótið er ekki búið. Nú verður deildinni skipt í tvo hluta, þau lið sem enduðu í efri hlutanum berjast um meistaratitilinn á meðan liðin í sætum sjö til 15 berjast um sæti í Evrópudeildinni.

Nú fer Lokeren í baráttu um sæti í Evrópudeildinni þar sem liðinu tókst ekki að komast í sex liða riðilinn þar sem barist er um meistaratitilinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner