Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 11. mars 2018 18:38
Ívan Guðjón Baldursson
Búlgaría: Hólmar og félagar fengu loksins mark á sig
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Levski Sofia 1 - 1 Etar
0-1 V. Batrovic ('62)
1-1 S. Bus ('72)

Hólmar Örn Eyjólfsson hefur verið að gera mjög góða hluti hjá Levski Sofia í búlgarska boltanum.

Hólmar lék allan leikinn í 1-1 jafntefli gegn Etar í dag og er þetta í annað sinn á tímabilinu sem liðið fær mark á sig á heimavelli í deildinni. Hólmar og félagar héldu hreinu í ellefu heimaleikjum í röð fyrir leikinn í dag.

Levski er búið að tryggja sér þriðja sæti deildarinnar fyrir úrslitakeppnina en liðið er þrettán stigum á eftir toppliði Ludogorets.

Hólmar er hjá Levski á láni frá ísraelska félaginu Maccabi Haifa. Hann er 27 ára gamall miðvörður með 8 landsleiki að baki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner