Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 11. mars 2018 09:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Conte: Leikurinn við Barcelona verður allt öðruvísi en þessi leikur
Mynd: Getty Images
Antonio Conte og lærisveinar hans í Chelsea tóku á móti Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í gær þar sem Chelsea sigraði með tveimur mörkum gegn einu marki gestanna.

„Við áttum sigurinn skilið, við spiluðum vel, sérstaklega í fyrri hálfleik gegn góðu Crystal Palace liði. Þeir eru með gott lið sem leggur mikið á sig til að forðast fall," sagði Conte.

Næsta verkefni hjá Chelsea er heimsókn til Katalóníu þar sem þeir mæta Barcelona í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar, Conte telur það vera allt öðruvísi verkefni en Crystal Palace.

„Við þurfum að undirbúa liðið vel fyrir næsta leik, þeir eru með mjög gott lið, leikurinn við þá verður allt öðruvísi en þessi leikur í dag. Nú höfum við þrjá daga til að setja upp gott skipulag með leikmönnunum fyrir leikinn."
Athugasemdir
banner
banner