Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 11. mars 2018 15:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Arsenal sýndi „hreðjar" í sigri á Watford
Arsenal hefur nú unnið tvo leiki í röð.
Arsenal hefur nú unnið tvo leiki í röð.
Mynd: Getty Images
Þessir stuðningsmenn vildu sigur.
Þessir stuðningsmenn vildu sigur.
Mynd: Getty Images
Mkhitaryan var ángæður með markið sitt.
Mkhitaryan var ángæður með markið sitt.
Mynd: Getty Images
Arsenal 3 - 0 Watford
1-0 Shkodran Mustafi ('8 )
2-0 Pierre Emerick Aubameyang ('59 )
2-0 Troy Deeney ('62 , Misnotað víti)
3-0 Henrikh Mkhitaryan ('77 )

Arsenal gekk á lagið og bar sigur úr býtum gegn Watford í fyrri leik þessa sunnudags í ensku úrvalsdeildinni. Arsenal hefur fengið á sig mikla gagnrýni síðustu daga, og sérstaklega stjórinn Arsene Wenger en nú eru komnir tveir sigurleikir í röð.

Wenger ákvað að hvíla leikmenn eins og Aaron Ramsey og Laurent Koscielny í dag enda stutt á milli leikja. Menn velta því nú fyrir sér hvort Wenger sé farinn að einbeita sér meira að Evrópudeildinni, líkt og Jose Mourinho gerði með Manchester United í fyrra, er United vann Evrópudeildina.

Það dró fyrst til tíðinda í leiknum í dag eftir átta mínútur þegar Shkodran Mustafi skallaði boltann í netið eftir aukaspyrnu, 1-0.

Mark Mustafi skildi liðin að í hálfleik en Watford hafði komist meira inn í leikinn þegar leið á seinni hálfleikinn. En eftir stundarfjórðung í seinni hálfleiknum skoraði Pierre Emerick Aubameyang og kom Arsenal í 2-0, staða heimamanna orðin þægileg.

En aðeins tveimur mínútum síðar fékk Watford vítaspyrnu. Allir bjuggust við því að úr henni yrði skorað þar sem Petr Cech er einn slakasti vítabani ensku úrvalsdeildarinnar, ef ekki sá slakasti. Hann hafði ekki varið vítaspyrnu í nokkur ár, en viti menn þarna gerði hann það, hann varði vítaspyrnu Troy Deeney!


Þess ber að geta að Deeney, sem klúðraði spyrnunni, gagnrýndi Arsenal harðlega eftir fyrri leik liðanna á tímabilinu. Sagði hann leikmenn Arsenal vanta „hreðjar".

Þessi vítaspyrnuvarsla hjálpaði Arsenal í leið sinni að sigrinum og gerði Henrikh Mkhitaryan út um leikinn á 77. mínútu, lokatölur 3-0.

Flottur sigur hjá Arsenal sem er áfram í sjötta sæti, átta stigum á eftir liðinu í fimmta sæti, Chelsea. Watford er um miðja deild.



Athugasemdir
banner
banner
banner