Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 11. mars 2018 17:59
Ívan Guðjón Baldursson
England: Son sá um mörkin í fjarveru Kane
Mynd: Getty Images
Bournemouth 1 - 4 Tottenham
1-0 Junior Stanislas ('7)
1-1 Dele Alli ('35)
1-2 Son Heung-min ('62)
1-3 Son Heung-min ('87)
1-4 Serge Aurier ('91)

Tottenham byrjaði leikinn gegn Bournemouth skelfilega og lenti undir á sjöundu mínútu, þegar Junior Stanislas kom heimamönnum yfir.

Hlutirnir versnuðu þegar Harry Kane þurfti að fara meiddur af velli á 34. mínútu, en mínútu síðar var Dele Alli búinn að jafna.

Bæði lið fengu góð færi en það var Son Heung-min sem kom gestunum yfir í síðari hálfleik.

Heimamenn settu alla menn fram til að reyna að jafna á lokamínútunum en það kom í bakið á þeim. Son var enn á eigin vallarhelming þegar hann var sloppinn einn í gagn. Hann spretti upp vallarhelming andstæðinganna, fór framhjá markverðinum og tryggði sigurinn.

Serge Aurier náði að pota inn fjórða marki Tottenham sem er komið yfir Liverpool og í þriðja sæti úrvalsdeildarinnar, fjórum stigum eftir Manchester United. Bournemouth er í neðri hluta deildarinnar, sex stigum frá fallsæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner