Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 11. mars 2018 17:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Færeyjar: Heimir fékk skell í fyrsta leik með HB
Mynd: Raggi Óla
HB Þórshöfn 0 - 3 KÍ Klaksvík
0-1 Boris Dosljak ('22)
0-2 Semir Hadzibulic ('60)
0-3 Pall Klettskard ('62)

Heimir Guðjónsson stýrði HB Þórshöfn í fyrsta sinn í færeysku úrvalsdeildinni í dag. Óhætt er að segja að hann hafi ekki fengið draumabyrjun í nýju starfi.

Heimir var látinn fara frá FH eftir síðasta tímabil, en þegar hann var laus allra mála frá FH var búið að ráða í öll störf á Íslandi. Hann þurfti því að leita utan landssteinanna að nýju starfi. Fljótt fréttist af áhuga frá Færeyjum og var hann ráðinn til HB.

HB er risa félag í Færeyjum en liðið hefur 22 sinnum orðið færeyskur meistari. Fimm ár eru þó liðin frá síðasta titli.

Eins og áður segir stýrði hann sínum fyrsta leik í dag og fór hann ekki að óskum. HB mætti KÍ frá Klaksvík og lenti undir á 22. mínútu. Staðan var 1-0 í hálfleik en í stað þess að jafna metin missti HB leikinn úr höndum sér og tapaði 3-0.

Brynjar Hlöðversson spilaði ekki með HB í dag vegna meiðsla. Brynjar gekk í raðir HB í febrúar eftir að hafa leikið með Leikni R. allan sinn feril þar áður. Hann var fyrsti og eini Íslendingurinn sem Heimir hefur hingað til fengið til HB.

Næsti leikur HB er um næstu helgi gegn ríkjandi deildarmeisturum Víkingi Götu. Heimir þekkir það lið ágætlega eftir að hafa stýrt FH til sigurs gegn þeim í forkeppni Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð. Heimir á líka að hafa rætt við Viking áður en hann tók við HB.

Sjá einnig:
Heimir með morgunæfingar í Færeyjum - Gæti bætt við Íslendingi
Athugasemdir
banner
banner
banner