Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 11. mars 2018 16:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Emil og félagar réðu ekki við Dybala
Mynd: Getty Images
Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson kom ekki við sögu þegar Udinese tapaði fyrir Ítalíumeisturum Juventus í ítölsku úrvalsdeildinni. Emil hefur ekki verið að spila neitt sérstaklega stóra rullu í liði Udinese á þessu leiktímabili.

Juventus gerði nokkrar breytingar á byrjunarliði sínu sem vann Tottenham 2-1 í Meistaradeildinni í vikunni en samt ákvað Allegri þjálfari að byrja með Dybala og Higuain frammi.

Þeir létu til sín taka og skoraði Dybala fyrsta markið eftir 20 mínútur. Higuain fékk tækifæri til að bæta við öðru marki fyrir hlé en hann klikkaði á vítapunktinum.

Dybala gerði sitt annað mark í upphafi seinni hálfleiksins og þar við sat, lokatölur 2-0 fyrir Juventus.

Juventus endurheimti toppsæti deildarinnar en en Napoli getur komist aftur á toppinn á eftir með sigri á Inter. Napoli mun á eftir leika sinn 28. deildarleik, en Juventus hefur spilað 27 deildarleiki.

Emil og félagar í Udinese eru með 33 stig í 11. sæti.

Lazio gerði 2-2 jafntefli við Cagliari, Atalanta lagði Bologna og þá komst Crotone upp úr fallsæti með því að bursta Sampdoria. Sassuolo og Spal skildu jöfn, en hér að neðan eru öll úrslit dagsins.

Bologna 0 - 1 Atalanta
0-1 Marten de Roon ('83 )

Cagliari 2 - 2 Lazio
1-0 Leonardo Pavoletti ('25 )
1-1 Luca Ceppitelli ('35, sjálfsmark )
2-1 Nicolo Barella ('74 , víti)
2-2 Ciro Immobile ('90 )

Crotone 4 - 1 Sampdoria
1-0 Marcello Trotta ('6 )
2-0 Adrian Stoian ('23 )
2-0 Marcello Trotta ('23 , Misnotað víti)
3-0 Marcello Trotta ('36 )
3-1 Duvan Zapata ('70 )
4-1 Matias Silvestre ('85 , sjálfsmark)

Sassuolo 1 - 1 Spal
0-1 Mirko Antenucci ('27 )
1-1 Khouma Babacar ('31 , víti)
1-1 Matteo Politano ('45 , Misnotað víti)

Juventus 2 - 0 Udinese
1-0 Paulo Dybala ('20 )
1-0 Gonzalo Higuain ('38 , Misnotað víti)
2-0 Paulo Dybala ('49 )

Sjá einnig:
Ítalía: Fiorentina vann fyrsta leikinn eftir andlát Astori
Athugasemdir
banner
banner
banner