Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 11. mars 2018 13:29
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Fiorentina vann fyrsta leikinn eftir andlát Astori
Vitor Hugo fagnaði marki sínu með því að hylla Astori.
Vitor Hugo fagnaði marki sínu með því að hylla Astori.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Fiorentina 1 - 0 Benevento
1-0 Vitor Hugo ('25 )

Hann var fallegur leikurinn þegar Fiorentina fékk Benevento í heimsókn í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. Þetta var fyrsti leikur Fiorentina eftir andlát fyrirliðans Davide Astori. Hann andaðist á hótelherbergi sínu fyrir leik gegn Udinese um síðustu helgi.

Fyrir leikinn hituðu allir leikmenn Fiorentina upp í treyjum merktum Astori og þegar liðin voru lesin upp var nafn hans lesið með. „Og númer 13, fyrirliði okkar að eilífu, Davide Astori," sagði vallarþulurinn í Flórens er hann las upp liðin.

Astori lék í treyju númer 13 fyrir Fiorentina og var leikurinn stoppaður á 13. mínútu svo hægt væri að klappa fyrir Astori. Nokkrum mínútum síðar komst Fiorentina 1-0 yfir.

Markið skoraði Vitor Hugo sem tók stöðu Astori í vörn Fiorentina. Hann fagnaði með því að hylla fyrirliða sinn.

Ekki voru fleiri mörk skoruð eftir þetta og endaði leikurinn því með góðum 1-0 sigri Fiorentina

Líklega ekki hægt að finna betri leið til að minnst Astori en með sigri.

Fiorentina er í níunda sæti Seríu A með 38 stig. Benevento er á botninum með 10 stig úr 27 leikjum.



Athugasemdir
banner
banner
banner