KA fékk Breiðablik í heimsókn í A-deild Lengjubikarsins og kláraði leikinn á fyrstu 40 mínútunum.
Daníel Hafsteinsson og Elfar Árni Aðalsteinsson voru búnir að setja tvö á fyrstu tíu mínútunum og varð verkefni Blika talsvert erfiðara þegar Damir Muminovic fékk beint rautt spjald.
Daníel Hafsteinsson og Elfar Árni Aðalsteinsson voru búnir að setja tvö á fyrstu tíu mínútunum og varð verkefni Blika talsvert erfiðara þegar Damir Muminovic fékk beint rautt spjald.
Aleksandar Trninic bætti þriðja marki heimamanna við í Boganum áður en Elfar Árni gerði fjórða og síðasta mark leiksins úr vítaspyrnu í síðari hálfleik.
Kolbeinn Þórðarson fékk tvö gul spjöld í uppbótartímanum og luku Blikar því leik með níu leikmenn á vellinum.
Þetta er fyrsta tap Blika í Lengjubikarnum, en liðið var með 16:0 í markatölu fyrir leikinn í dag. KA er á toppi riðilsins, með fullt hús stiga og leik gegn Þrótti í síðustu umferð.
Björgvin Stefánsson og Pálmi Rafn Pálmason skoruðu þá fyrir KR í 2-0 sigri á ÍR. KR er með sjö stig eftir sigurinn en ÍR situr stigalaust á botninum.
KR 2 - 0 ÍR
1-0 Björgvin Stefánsson ('45)
2-0 Pálmi Rafn Pálmason ('49)
KA 4 - 0 Breiðablik
1-0 Daníel Hafsteinsson ('1)
2-0 Elfar Árni Aðalsteinsson ('9)
3-0 Aleksandar Trninic ('38)
4-0 Elfar Árni Aðalsteinsson ('62, víti)
Rautt spjald: Damir Muminovic ('36), Kolbeinn Þórðarson ('91), Breiðablik
Markaskorarar af urslit.net
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir