FH 0 - 3 Grindavík
0-1 Aron Jóhannsson ('27)
0-2 Rene Joensen ('45)
0-3 Sam Hewson ('66)
0-1 Aron Jóhannsson ('27)
0-2 Rene Joensen ('45)
0-3 Sam Hewson ('66)
Grindavík valtaði yfir FH í fyrsta leik dagsins í Lengjubikarnum, áfram heldur FH að „ströggla" á undirbúningstímabilinu.
Aron Jóhannsson, fyrrum leikmaður Hauka, skoraði fyrsta mark leiksins og kom Grindavík yfir. Það hefur væntanlega þýtt eitthvað aðeins meira fyrir hann en aðra leikmenn Grindavíkur að spila þennan leik enda uppalinn Haukamaður.
Staðan var 2-0 í hálfleik þar sem Færeyingurinn Rene Joensen bætti við öðru marki Grindavíkur fyrir hlé. Um miðjan seinni hálfleikinn gerði Sam Hewson, fyrrum leikmaður FH, þriðja markið fyrir Grindavik og lokatölur 3-0 fyrir Grindvíkinga.
Grindavík er með 10 stig eftir fjóra leiki á meðan FH hefur aðeins fjögur og getur ekki lengur endað í efstu tveimur sætunum.
Athugasemdir