Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 11. mars 2018 14:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skotland: Leikur Celtic og Rangers olli ekki vonbrigðum
Leikmenn Celtic fagna hér marki í dag.
Leikmenn Celtic fagna hér marki í dag.
Mynd: Getty Images
Rangers 2 - 3 Celtic
1-0 Josh Windass ('3)
1-1 Tom Rogic ('11)
2-1 Candeias ('26)
2-2 Moussa Dembele ('45)
2-3 Odsonne Edouard ('69)
Rautt spjald: Jozo Simunovic, Celtic ('57)

Það var stórleikur í skosku úrvalsdeildinni í dag þegar tvö af sögufrægustu liðum landsins, Celtic og Rangers mættust. Slagir þessara liða eru ávallt skemmtilegir.

Í dag varð engin breyting þar á þar sem tvö mörk voru komin í leikin eftir rétt rúmar 10 mínútur. Josh Windass kom Rangers yfir en Tom Rogic jafnaði fyrir Celtic með fallegu marki.

Rangers komst aftur yfir á 26. mínútu en aftur jafnaði Celtic og var þar að verki Moussa Dembele rétt fyrir hlé. Dembele hlýtur að fara í stærra lið eftir þetta tímabil.

Celtic var einum færri frá 57. mínútu eftir að varnarmaðurinn Jozo Simunovic fékk beint rautt spjald. Héldu þá margir að Rangers myndi stela sigrinum en annað kom á daginn og stóð Celtic uppi sem sigurvegari. Odsonne Edouard, franskur leikmaður sem ólst upp hjá PSG, skoraði sigurmarkið fyrir Celtic.

Celtic er á toppi skosku deildarinnar með níu stigum meira en Rangers. Celtic á líka leik til góða.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner