Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 11. mars 2018 18:06
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Griezmann skoraði og lagði upp
Mynd: Getty Images
Atletico Madrid og Espanyol unnu á heimavelli í spænska boltanum í dag.

Atletico tapaði fyrir Barcelona í síðustu umferð en hafði betur gegn Celta Vigo í dag. Liðið er því átta stigum frá Börsungum þegar tíu umferðir eru eftir.

Antoine Griezmann skoraði fyrsta mark leiksins og lagði annað upp fyrir Vitolo. Angel Correa gerði það síðasta. Celta er fimm stigum frá evrópudeildarsæti.

Espanyol hafði betur gegn Real Sociedad. Bæði lið eru um miðja deild, örugg frá falli og átta stigum frá evrópudeildarbaráttu.

Willian Jose kom Sociedad yfir undir lok fyrri hálfleiks og var Leo Baptistao búinn að jafna snemma í þeim síðari.

Gerard Moreno fylgdi svo eftir eigin vítaspyrnu og gerði sigurmark heimamanna á 72. mínútu.

Atletico Madrid 3 - 0 Celta Vigo
1-0 Antoine Griezmann ('44)
2-0 Vitolo ('56)
3-0 Angel Correa ('63)

Espanyol 2 - 1 Real Sociedad
0-1 Willian Jose ('41)
1-1 Leo Baptistao ('51)
2-1 Gerard Moreno ('72)
Athugasemdir
banner