Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 11. mars 2018 08:30
Hafliði Breiðfjörð
Svona var hann 2010
Nýr HM búningur Íslands kynntur 15. mars klukkan 15:15
Mynd: Errea/Ýmir
Við teljum niður í nýja landsliðsbúninginn, en nú eru 4 dagar þangað til Errea og KSÍ afhjúpa búninginn sem landslið Íslands mun spila í á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi í sumar.

Nýi búningurinn verður kynntur formlega fimmtudaginn 15. mars klukkan 15:15.

Næstu daga ætlar Fótbolti.net, í samstarfi við Errea að rifja upp hvernig gömlu landsliðsbúningarnir litu út, eða allt frá árinu 2002, en þá spilaði landsliðið í fyrsta skipti í búningi frá Errea.

Í dag er komið að búningnum frá árinu 2008 en þá hófst undankeppni Evrópumótsins 2012. Þetta ár spilaði Ísland í búningnum sem sjá má á myndinni hér til hliðar og var sjötti búningur Íslands undir merkjum Errea.

Leikjahæstir í undankeppni EM 2012
Birkir Már Sævarsson (7)
Jóhann Berg Guðmundsson (7)
Kristján Örn Sigurðsson (7)
Birkir Bjarnason (6)
Aron Einar Gunnarsson (5)
Eggert Gunnþór Jónsson (5)
Gylfi Þór Sigurðsson (5)
Heiðar Helguson (5)
Indriði Sigurðsson (5)
Rúrik Gíslason (5)
Athugasemdir
banner
banner