banner
   sun 11. mars 2018 14:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Svekkjandi tap fyrir Rúrik og félaga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jahn Regensburg 2 - 1 Sandhausen
1-0 Joshua Mees ('28)
2-0 Joshua Mees ('52)
2-1 Sahin Aygunes ('60)

Rúrik Gíslason hefur fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína síðan hann gekk í raðir Sandhausen í B-deildinni í Þýskalandi í janúar.

Rúrik, sem hefur verið að spila í hægri bakverði, var í byrjunarliði í dag er liðið heimsótti Jahn Regensburg.

Leikurinn var mikilvægur en bæði lið eru í baráttu um að komast upp í þýsku úrvalsdeildina. Þau eru líklega að stefna á þriðja sætið, sem veitir þáttökurétt í umspili um sæti í úrvalsdeild.

En í dag var það Regensburg sem hafði betur. Joshua Mees skoraði bæði mörk þeirra í 2-1 sigri.

Rúrik spilaði allan leikinn fyrir Sandhausen sem er í sjöunda sæti deildarinnar, fimm stigum frá þriðja sætinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner