Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   sun 11. mars 2018 12:29
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tyrkland: Ólafur Ingi skoraði en það breytti litlu
Ólafur Ingi skoraði en það gerði lítið fyrir hans menn.
Ólafur Ingi skoraði en það gerði lítið fyrir hans menn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kayserispor 3 - 2 Kardemir Karabukspor
0-1 Leandrinho ('22)
1-1 Artem Kravets ('28)
2-1 Deniz Turuc ('48, víti)
3-1 Artem Kravets ('56)
3-2 Ólafur Ingi Skúlason ('88)

Það gengur gjörsamlega ekki neitt upp hjá Kardemir Karabukspor, félagi Ólafs Inga Skúlasonar í Tyrklandi.

Liðið sótti Kayserispor heim á þessum sunnudegi og byrjaði leikurinn vel fyrir Ólaf Inga og félaga. Brasilíumaðurinn Leandrinho skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Karabukspor á 22. mínútu.

Foyrstan entist hins vegar ekki lengi og var Úkraínumaðurinn Artem Kravets búinn að jafna nokkrum mínútum síðar. Staðan var 1-1 í hálfleik en eftir fyrstu 10 mínúturnar í seinni hálfleiknum var staðan orðin 3-1 fyrir heimamenn.

Ólafur Ingi skorað sitt fyrsta deildarmark á tímabilinu er hann minnkaði muninn á 88. mínútu en lengra komust hans menn ekki.

Lokatölur 3-2 fyrir Kayserispor sem er í baráttu um Evrópusæti. Karabukspor er neglt við botninn, liðið er með 12 stig eftir 25 leiki og virðist ekkert annað en fall koma til greina.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner