Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 11. mars 2018 12:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
West Ham gæti þurft að spila á bak við luktar dyr
Peningum kastað í eigendurna
David Gold og David Sullivan.
David Gold og David Sullivan.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
West Ham gæti þurft að spila fyrir luktum dyrum eftir hegðun áhorfenda á leik liðsins gegn Burnley í gær.

Stuðningsmenn West Ham eru verulega reiðir út í eigendur og stjórnarmenn félagsins, en þeir eru ósáttir með viðskipti félagsins í síðustu félagaskiptagluggum og margt fleira, til að mynda með flutninginn á Ólympíuleikvanginn í Lundúnum.

Stuðningsmenn félagsins sýndu óánægju sína í gær og komu upp atvik inn á vellinum og utan hans. Nokkrir stuðningsmenn hlupu inn á völlinn til að láta leikmenn heyra það á meðan aðrir reyndu að komast að eigendunum í stúkunni. Var smáaurum kastað í eigendurna sem voru fljótir að forða sér.

Sky Sport segir frá því að David Sullivan, annar eigandi félagsins, hafi fengið smáaur í andlitið og að hinn eigandinn, nafni hans David Gold, hafi verið gráti næst eftir öll lætin.

Eftir leikinn sagði David Moyes, stjóri West Ham:

„Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt og ég sá í dag á stjóraferli mínum. Við þurfum á stuðningsmönnunum að halda. Við þurfum að fá stuðninsmennina í lið með okkur."

Enska knattspyrnusambandið gat út yfirlýsingu eftir leikinn þar sem sagt var að það sem gerðist á Ólympíuleikvanginum væri ekki boðlegt, málið yrði rannsakað.

West Ham kallaði til neyðarfundar í gær.

West Ham hefur aðeins unnið einn af síðustu sjö leikjum sínum og er þremur stigum frá fallsæti. Liðið gæti nú þurft að spila einhverja heimaleiki án áhorfenda.

Sjá einnig:
Mynd: Varamenn Burnley komu börnum í skjól frá látunum
Noble skellti stuðningsmanni í jörðina - Var að verja sig
Athugasemdir
banner
banner