Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   mið 11. apríl 2018 22:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Buffon: Dómarinn með ruslatunnu í stað hjarta
Buffon gengur af velli.
Buffon gengur af velli.
Mynd: Getty Images
Michael Oliver.
Michael Oliver.
Mynd: Getty Images
Gianluigi Buffon, markvörður Juventus, var brjálaður eftir að hafa fallið úr leik í Meistaradeildinni í kvöld.

Juventus tapaði fyrri leiknum á heimavelli 3-0 en sýndi karakter í kvöld og kom til baka. Eftir tvö skallamörk frá Mario Mandzukic í fyrri hálfleiknum þá skoraði miðjumaðurinn Blaise Matuidi um miðjan seinni hálfleikinn og staðan 3-0 fyrir Juventus.

Hreint út sagt ótrúlegt en í uppbótartímanum varð allt vitlaust. Enski dómarinn Michael Oliver dæmdi þá vítaspyrnu. Mehdi Benatia, varnarmaður Juventus, var á bakinu á varamanninum Lucas Vazquez sem féll til jarðar. Oliver var fljótur að benda á punktinn en Buffon missti stjórn á skapi sínu og fékk beint rautt spjald.

Buffon var mjög ósáttur með dómarann og sagði nokkra athyglisverða hluti í viðtali eftir leik.

„Þetta var ekki einu sinni næstum því vítaspyrna," á Buffon að hafa sagt við Mediaset Premium.

„Liðið gaf allt sitt. Manneskja á ekki að geta eyðilagt drauma eins og hann gerði eftir þessa ótrúlegu endurkomu. Hann er með ruslatunnu í stað hjarta."

Hinn fertugi Buffon verulega ósáttur en hann gæti hafa verið að leika sinn síðasta Meistaradeildarleik.

Sjá einnig:
Myndbönd: Vítaspyrnudómurinn, rauða spjaldið og markið
„Oliver hefði verið hengdur ef hann hefði ekki dæmt"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner