Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 11. apríl 2018 21:29
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Oliver hefði verið hengdur ef hann hefði ekki dæmt"
Dómurinn réttur að mati sérfræðinganna
Michael Oliver dæmdi sinn 12. Meistardeildarleik í kvöld.
Michael Oliver dæmdi sinn 12. Meistardeildarleik í kvöld.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Það vantaði ekki dramatíkina á Santiago Bernabeu í kvöld þegar Real Madrid komst í undanúrslitin.

Það var hægara sagt en gert fyrir Real að klára Juventus þrátt fyrir að hafa unnið fyrri leikinn á Ítalíu 3-0.

Juventus sýndi karakter og kom til baka. Eftir tvö skallamörk frá Mario Mandzukic í fyrri hálfleiknum þá skoraði miðjumaðurinn Blaise Matuidi um miðjan seinni hálfleikinn og staðan 3-0 fyrir Juventus.

Hreint út sagt ótrúlegt en í uppbótartímanum varð allt vitlaust. Enski dómarinn Michael Oliver dæmdi þá vítaspyrnu. Mehdi Benatia, varnarmaður Juventus, var á bakinu á varamanninum Lucas Vazquez sem féll til jarðar. Oliver var fljótur að benda á punktinn en Gianluigi Buffon, markvörður Juventus, missti stjórn á skapi sínu og fékk beint rautt spjald. Þetta var líklega síðasti leikur Buffon í Meistaradeildinni.

Cristiano Ronaldo skoraði af miklu öryggi úr vítaspyrnunni og tryggði Real áfram í undanúrslitin.

En var þetta vítaspyrna?

Í Meistaramörkunum eftir leikinn var farið yfir dóminn en þar voru sérfræðingarnir, Jóhannes Karl Guðjónsson og Ríkharður Daðason sammála um að það hefði verið rétt hjá Oliver að benda á punktinn.

„Þetta var að mínu mati pjúra vítaspyrna," sagði Jóhannes Karl, en Rikki Daða sagði þá: „Oliver hefði verið hengdur ef hann hefði ekki dæmt vítaspyrnu."

Sjá einnig:
Myndbönd: Vítaspyrnudómurinn, rauða spjaldið og markið
Athugasemdir
banner
banner