Bayern og Real vilja Dalot - Liverpool að vinna í Kerkez - Newcastle ætlar að reyna við Delap
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
   mán 11. maí 2015 21:53
Björgvin Stefán Pétursson
Addi Grétars: Nefið á Ellerti er í góðum keng
Ellert og Rasmus lenda í samstuðinu.
Ellert og Rasmus lenda í samstuðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ef þú hefðir spurt mig fyrir leik þá hefði ég sagt tvö stig töpuð en eftir að hafa spilað leikinn held ég að við getum verið sáttir við þetta eina stig," sagði Arnar Grétarsson þjálfari Breiðabliks eftir 2-2 jafntefli við KR í Kópavogi í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  2 KR

„Mér fannst við byrja leikinn mjög vel og komumst réttilega yfir 1-0 en það voru bara búnar 10-11 mínútur af fyrri hálfleik og þá fannst mér menn hætta að spila, voru ekki að bjóða sig og fóru í feluleik, voru nálægt mönnunum sínum og á voru KR-ingar allsráðandi það sem eftir var fyrri hálfleiks. Auðvitað var blóðugt að fá á sig jöfnunarmark á síðustu sekúndu fyrri hálfleiks."

„Þó KR-ingar hafi verið betri þá voru þeir ekki að skapa sér færi og mér fannst seinni hálfleikur ívið jafnari og KR-ingar komu grimmari til að byrja með og við unnum okkur inn í leikinn. Ég var sáttur með að menn svöruðu því þegar við fáum á okkur 1-2 og við skorum strax mark."


Ellert Hreinsson lenti í samstuði við Rasmus Christiansen í leiknum og er líklega nefbrotinn.

„Ég held að það hljóti að vera, nefið er í góðum keng. Hann er ekkert sáttur við nefið á sér eins og það er núna og ég held að það þurfi að fara í réttingu."
Athugasemdir
banner
banner
banner