Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   mán 11. maí 2015 21:53
Björgvin Stefán Pétursson
Addi Grétars: Nefið á Ellerti er í góðum keng
Ellert og Rasmus lenda í samstuðinu.
Ellert og Rasmus lenda í samstuðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ef þú hefðir spurt mig fyrir leik þá hefði ég sagt tvö stig töpuð en eftir að hafa spilað leikinn held ég að við getum verið sáttir við þetta eina stig," sagði Arnar Grétarsson þjálfari Breiðabliks eftir 2-2 jafntefli við KR í Kópavogi í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  2 KR

„Mér fannst við byrja leikinn mjög vel og komumst réttilega yfir 1-0 en það voru bara búnar 10-11 mínútur af fyrri hálfleik og þá fannst mér menn hætta að spila, voru ekki að bjóða sig og fóru í feluleik, voru nálægt mönnunum sínum og á voru KR-ingar allsráðandi það sem eftir var fyrri hálfleiks. Auðvitað var blóðugt að fá á sig jöfnunarmark á síðustu sekúndu fyrri hálfleiks."

„Þó KR-ingar hafi verið betri þá voru þeir ekki að skapa sér færi og mér fannst seinni hálfleikur ívið jafnari og KR-ingar komu grimmari til að byrja með og við unnum okkur inn í leikinn. Ég var sáttur með að menn svöruðu því þegar við fáum á okkur 1-2 og við skorum strax mark."


Ellert Hreinsson lenti í samstuði við Rasmus Christiansen í leiknum og er líklega nefbrotinn.

„Ég held að það hljóti að vera, nefið er í góðum keng. Hann er ekkert sáttur við nefið á sér eins og það er núna og ég held að það þurfi að fara í réttingu."
Athugasemdir
banner