Man Utd og Liverpool vilja Cherki - Arsenal skoðar Coman - Tottenham og Man Utd vilja markvörð Frankfurt - Chelsea reyndi við Van Dijk - Garnacho...
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
Ian Jeffs: Meira svekktur með frammistöðuna en úrslitin
Viktor Jóns: Ég elskaði að spila með Hinriki
Bjarni Jó: Bara eitt Hafnarfjarðarlið eftir
Vildi koma aftur í KA: Félag á uppleið og gaman að vera hluti af því
Marcel Römer: Þarf ekki að hafa áhyggjur af mér, ég er með þetta allt í höfðinu
Eru eins og fjölskylda í Ólafsvík - „Elska þetta land"
Gylfi: Þeir áttu þetta bara skilið
Brynjar Árna: Erfitt en gaman að máta sig við þá
Oliver Heiðars: Sætt að kasta þeim út og hefna mín aðeins
Magnús Már: Gaman að sjá hann leggja upp á yngri bróður sinn
Elmar Cogic: Sagði við hann fyrir leik að hann myndi skora
   mán 11. maí 2015 21:53
Björgvin Stefán Pétursson
Addi Grétars: Nefið á Ellerti er í góðum keng
Ellert og Rasmus lenda í samstuðinu.
Ellert og Rasmus lenda í samstuðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ef þú hefðir spurt mig fyrir leik þá hefði ég sagt tvö stig töpuð en eftir að hafa spilað leikinn held ég að við getum verið sáttir við þetta eina stig," sagði Arnar Grétarsson þjálfari Breiðabliks eftir 2-2 jafntefli við KR í Kópavogi í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  2 KR

„Mér fannst við byrja leikinn mjög vel og komumst réttilega yfir 1-0 en það voru bara búnar 10-11 mínútur af fyrri hálfleik og þá fannst mér menn hætta að spila, voru ekki að bjóða sig og fóru í feluleik, voru nálægt mönnunum sínum og á voru KR-ingar allsráðandi það sem eftir var fyrri hálfleiks. Auðvitað var blóðugt að fá á sig jöfnunarmark á síðustu sekúndu fyrri hálfleiks."

„Þó KR-ingar hafi verið betri þá voru þeir ekki að skapa sér færi og mér fannst seinni hálfleikur ívið jafnari og KR-ingar komu grimmari til að byrja með og við unnum okkur inn í leikinn. Ég var sáttur með að menn svöruðu því þegar við fáum á okkur 1-2 og við skorum strax mark."


Ellert Hreinsson lenti í samstuði við Rasmus Christiansen í leiknum og er líklega nefbrotinn.

„Ég held að það hljóti að vera, nefið er í góðum keng. Hann er ekkert sáttur við nefið á sér eins og það er núna og ég held að það þurfi að fara í réttingu."
Athugasemdir
banner
banner