Kolbeinn fer ekki með
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, opinberaði nú rétt í þessu 23 manna hópinn sem fer á HM í Rússlandi í sumar.
Albert Guðmundsson og Samúel Kári Friðjónsson, sem hafa verið lykilmenn í U21 árs landsliðinu eru báðir í hópnum. Þeir hafa fengið smjörþefinn með A-landsliðinu undanfarna mánuði.
Frederik Schram fer með á meðan Ingvar Jónsson og Ögmundur Kristinsson, sem voru á EM, eru ekki í hóp.
Hjörtur Hermannsson og Theodór Elmar Bjarnason eru heldur ekki í hópnum líkt og framherjarnir Kjartan Henry Finnbogason og Viðar Örn Kjartansson.
Albert Guðmundsson og Samúel Kári Friðjónsson, sem hafa verið lykilmenn í U21 árs landsliðinu eru báðir í hópnum. Þeir hafa fengið smjörþefinn með A-landsliðinu undanfarna mánuði.
Frederik Schram fer með á meðan Ingvar Jónsson og Ögmundur Kristinsson, sem voru á EM, eru ekki í hóp.
Hjörtur Hermannsson og Theodór Elmar Bjarnason eru heldur ekki í hópnum líkt og framherjarnir Kjartan Henry Finnbogason og Viðar Örn Kjartansson.
Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson eru báðir meiddir í augnablikinu en þeir eru í hópnum og reiknað er með að þeir verði klárir fyrir stóru stundina í Rússlandi.
Kolbeinn Sigþórsson er ekki í hópnum en hann hefur ekki spilað keppnisleik síðan á EM 2016. Kolbeinn var í hóp hjá Nantes frönsku úrvalsdeildinni um síðustu helgi og verður með um helgina en hann er ekki í hópnum.
Markmenn
Hannes Þór Halldórsson (Randers FC)
Rúnar Alex Rúnarsson (Nordsjælland)
Frederik Schram (Roskilde)
Varnarmenn
Birkir Már Sævarsson (Valur)
Ragnar Sigurðsson (Rostov)
Kári Árnason (Aberdeen)
Ari Freyr Skúlason (Lokeren)
Sverrir Ingi Ingason (Rostov)
Hörður Björgvin Magnússon (Bristol City)
Samúel Kári Friðjónsson (Valerenga)
Hólmar Örn Eyjólfsson (Levski Sofia)
Miðjumenn
Aron Einar Gunnarsson (Cardiff)
Gyfi Þór Sigurðsson (Everton)
Emil Hallfreðsson (Udinese)
Birkir Bjarnason (Aston Villa)
Jóhann Berg Guðmundsson (Burnley)
Ólafur Ingi Skúlason (Karabukspor)
Arnór Ingvi Traustason (Malmö)
Rúrik Gíslason (Sandhausen)
Sóknarmenn
Alfreð Finnbogason (Augsburg)
Jón Daði Böðvarsson (Reading)
Björn Bergmann Sigurðarson (Rostov)
Albert Guðmundsson (PSV Eindhoven)
Leikir Íslands í júní
2. júní Noregur (Laugardalsvöllur) - Vináttuleikur
7. júní Gana (Laugardalsvöllur) - Vináttuleikur
16. júní Argentína (Moskva) - HM
22. júní Nígería (Volgograd) - HM
26. júní Króatía (Rostov) - HM
Athugasemdir