„Þetta var geggjaður sigur. Lentum 1-0 undir en vinnum. Bara snilld. Þetta er góð byrjun. Við vorum sekúndu frá því að vinna Þrótt en við höfum ekki tapað á útivelli í núna meira en ár."
Lestu um leikinn: Leiknir R. 2 - 3 Njarðvík
„Við vorum þéttir til baka og sóttum hratt og það gekk vel."
Aðspurður í mörkin sem virtust koma beint af æfingasvæðinu svaraði Rabbi:
„Við erum með góða æfingaaðstöðu allan veturinn og erum búnir að vera með sama hóp í langan tíma þannig að það er auðvelt að æfa svona hluti fyrir okkur."
Njarðvíkingar voru að fá leikmann úr bandarískum háskóla sem fær leikheimild á morgun.
„Það eru allir með stóra rullu í liðinu og hann fær sína rullu. Annars er ég sáttur við hópinn enda með sterka liðsheild og það skiptir máli fyrir okkur."
Athugasemdir