Guðjón Pétur Lýðsson leikmaður Breiðabliks átti flottan leik þegar Fylkir og Breiðablik gerðu 1-1 jafntefli í Lautinni nú fyrir skömmu. Hann skoraði eina mark liðsins.
Lestu um leikinn: Fylkir 1 - 1 Breiðablik
,,Við áttum helvíti mörg færi til að klára leikinn, það bara datt ekki," sagði Guðjón Pétur eftir leikinn í samtali við fotbolta.net.
,,Ef allt hefði dottið í dag þá hefði ég getað verið með svona fjögur mörk. Bjarni sá til þess að svo varð ekki, varði nokkrum sinnum mjög vel, við hefðum átt að vinna þennan leik nokkuð örugglega" sagði Guðjón nokkuð bjartsýnn á framhaldið.
,,Við sköpum fullt af færum og þetta er eitthvað sem hægt er að byggja á, það var mikið hjarta í þessu, við vorum að berjast," sagði Guðjón.
Það sauð örlítið á Guðjóni í leiknum rétt áður en hann setti markið.
,,Ég er nú yfirleitt frekar rólegur á velli, en maður verður stundum að hafa smá passion,"
Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.
Athugasemdir