Fjórum leikjum var nú rétt í þessu að ljúka 2. deild karla, en eftir leiki dagsins eru Grótta og ÍR komin upp að hlið Aftureldingar á toppnum.
Gróttu tókst þó ekki að skora gegn Sindra og því hefði liðið getað farið á toppinn með sigri. Það tókst hins vegar ekki og er liðið með 13 stig, líkt og Afturelding, en síðarnefnda liðið á leik til góða.
Í Njarðvík tóku heimamenn á móti Magna frá Grenivík. Heimamenn voru 2-0 yfir í hálfleik eftir mörk frá Theódór Guðna Halldórssyni og Harrison Hanley.
Í upphafi seinni hálfleiks fékk Hafsteinn Gísli Valdimarsson að líta rauða spjaldið og þá hrundi leikur Njarðvíkur. Kristinn Þór Rósbergsson minnkaði muninn og Lars Óli Jessen jafnaði metin þegar fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.
Höttur og Sindri gerðu einnig 2-2 jafntefli og þá vann ÍR 2-0 sigur á KV. Mörkin skoruðu Jón Gísli Ström og Jóhann Arnar Sigurþórsson og er ÍR líka með 13 stig líkt og Afturelding og Grótta.
Njarðvík 2 - 2 Magni
1-0 Theódór Guðni Halldórsson (´24 )
2-0 Harrison Hanley (´53 )
2-1 Kristinn Þór Rósbergsson (´61 )
2-2 Lars Óli Jessen (´85 )
Rautt spjald: Hafsteinn Gísli Valdimarsson, Njarðvík (´55 )
Grótta 0 - 0 Sindri
Höttur 2 - 2 Ægir
0-1 Aco Pandurevic (´4 )
0-1 Alexander Már Þorláksson, Höttur (´30, misnotað víti )
1-1 Alexander Már Þorláksson (´62 )
1-2 Magnús Pétur Bjarnason (´68 )
2-2 Högni Helgason (´74 )
ÍR 2 - 0 KV
1-0 Jón Gísli Ström (4 )
2-0 Jóhann Arnar Sigurþórsson (´83 )
Markaskorarar af urslit.net
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir