Sá mikli áhugi sem er á íslenska liðinu í Annecy fer ekki framhjá nokkrum manni. Fótbolti.net ræddi við bakvörðinn Ara Frey Skúlason.
„Þetta er í fyrsta skipti sem við karlarnir komumst á stórmót og þetta er risastórt. Með alla þessa fjölmiðla og fólkið í kringum þetta sér maður að þetta er enn stærra en maður bjóst við," segir Ari.
Í gær var opin æfing hjá liðinu og mætti fjölskylda Ara í stúkuna við æfingavöllinn.
„Það var nauðsynlegt að fá smá knús og geta talað við börnin mín. Það er mikilvægt að hlaða það batterí."
Viðtalið má sjá í sjónvarpinu hér að ofan en þar talar Ari meðal annars um leikinn framundan gegn Portúgal
Athugasemdir