Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
Úlfur: Þetta var scrappy leikur
Dragan: Má ekki gleyma að okkur var spáð 12. sæti
Fúsi: Sýnum hverjir eiga Breiðholtið ennþá
Arnar Helgi: Stundum þarf maður bara að vinna þessa iðnaðarsigra
Árni Freyr: Hefði verið sanngjarnt ef hvorugt lið hefði fengið stig
SIgurvin: Mjög sárt að fá þessa tusku í andlitið
Gunnar Heiðar: Við erum stórhættulegir í skyndisóknum
Maggi: Stoltur af því hvernig við tækluðum þennan leik
Rúnar Kristins: Vinnum ekki fleiri leiki ef við spilum svona
Addi Grétars um dómsmálið við KA: Ég vona bara að menn láti hér við sitja
Ekkert helgarfrí í fyrsta sinn á árinu - „Verðum þar í hádeginu stelpur“
Adam Páls: Ég er Valsari dauðans
Brynjar Björn ánægður með frammistöðuna: Breytir því ekki að við dettum út úr bikarnum
Mörkin gáfu þeim sjálfstraust - „Við ætluðum að keyra meira á þá“
Pirraður Gregg Ryder: Það þurfa 11 leikmenn að stíga upp
Ari hefur aldrei tapað bikarleik: Erum með sigurvegara í þessu liði
Rúnar Páll: Þetta var kærkomið
Besta frammistaða sumarsins - „Það skellihlógu allir“
Arnar hatar þessa leiki: Ef ég vissi svarið þá væri ég milljarðamæringur
„Þurftum að fá svör og láta þá spreyta sig á móti góðu liði og ákváðum að nota bikarinn í það."
   lau 11. júní 2016 10:24
Hafliði Breiðfjörð
Arnór Ingvi: Þurfum að sýna sama og gegn Hollandi
Icelandair
Arnór Ingvi í leiknum gegn Liechtenstein á dögunum. Byrjar hann gegn Portúgal?
Arnór Ingvi í leiknum gegn Liechtenstein á dögunum. Byrjar hann gegn Portúgal?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum mjög spenntir og hlökkum mikið til þessa leiks. Við erum búnir að vera á videofundum og fara yfir nokkur prinsipp og höldum því áfram á næstu dögum," sagði Arnór Ingvi Traustason kantmaður Íslands í æfingabúðunum í Annecy í morgun.

Fyrsti leikur Íslands á Evrópumótinu í Frakklandi verður gegn Portúgal á þriðjudaginn. Höfum við eitthvað að óttast í liði andstæðingsins?

„Auðvitað! Ef þú fylgist eitthvað með fótbolta þá er Portúgal með gríðarlega sterkt lið. Þeir eru með skeinuhætt lið sem eru mjög fljótir og sterkir líkamlega líka. Ef við spilum okkar leik og höldum okkur þéttum þá eigum við alla möguleika."

„Þó ég hafi ekki verið með í leikjunum í undankeppninni þá fylgdist ég með þeim öllum og liðið var svakalega flott í þeim leikjum. Sérstaklega í leikjunum á móti Hollandi heima og úti. Þetta var svakalega flott hvernig liðið hreyfði sig. Við þurfum að sýna þetta í leiknum á móti Portúgal.


Arnór Ingvi hefur staðið sig virkilega þegar hann fær tækifærið í landsliðinu og tryggði sér þannig sæti í EM hópnum. En gerir hann sér vonir um byrjunarliðssæti gegn Portúgal?

„Ég geri mér engar væntingar. Heimir og Lars sjá um að velja byrjunarliðið og ég virði það."



Athugasemdir
banner