„Við erum mjög spenntir og hlökkum mikið til þessa leiks. Við erum búnir að vera á videofundum og fara yfir nokkur prinsipp og höldum því áfram á næstu dögum," sagði Arnór Ingvi Traustason kantmaður Íslands í æfingabúðunum í Annecy í morgun.
Fyrsti leikur Íslands á Evrópumótinu í Frakklandi verður gegn Portúgal á þriðjudaginn. Höfum við eitthvað að óttast í liði andstæðingsins?
„Auðvitað! Ef þú fylgist eitthvað með fótbolta þá er Portúgal með gríðarlega sterkt lið. Þeir eru með skeinuhætt lið sem eru mjög fljótir og sterkir líkamlega líka. Ef við spilum okkar leik og höldum okkur þéttum þá eigum við alla möguleika."
„Þó ég hafi ekki verið með í leikjunum í undankeppninni þá fylgdist ég með þeim öllum og liðið var svakalega flott í þeim leikjum. Sérstaklega í leikjunum á móti Hollandi heima og úti. Þetta var svakalega flott hvernig liðið hreyfði sig. Við þurfum að sýna þetta í leiknum á móti Portúgal.
Arnór Ingvi hefur staðið sig virkilega þegar hann fær tækifærið í landsliðinu og tryggði sér þannig sæti í EM hópnum. En gerir hann sér vonir um byrjunarliðssæti gegn Portúgal?
„Ég geri mér engar væntingar. Heimir og Lars sjá um að velja byrjunarliðið og ég virði það."
Ert þú á EM-flakki um Frakkland?
— Fótboltinet (@Fotboltinet) June 10, 2016
Hvetjum fólk til að nota kassamerkið #fotboltinet fyrir myndir og annað efni! pic.twitter.com/BqSlsy0eGV
Athugasemdir