
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, spjallaði við Fótbolta.net á hóteli liðsins í dag.
Hann er ánægður með hótelið hingað til en það var ansi flott.
Hann er ánægður með hótelið hingað til en það var ansi flott.
„Bara fínt, það er allt til alls. Það er skemmtileg og góð staðsetning. Það er rólegt umhverfi og engin truflun."
Hann segist ekki eyða orku í mikið annað en að æfa og slaka á.
„Slappa af upp á herbergi. Maður er búinn að taka vel á því á æfingum og maður hefur ekki mikinn tíma að eyða orku í eitthvað annað."
Aron talaði um portúgalska liðið og sérstaklega Cristiano Ronaldo.
„Augun beinast að Cristiano Ronaldo og það er mikið áhrif á þennan leik útaf honum."
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir