„Við horfðum allir saman á opnunarleikinn og það var gaman að sjá fyrsta leik," segir Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði. „Hérna vill maður vera og vonandi náum við að vera hérna eins lengi og hægt er."
Ísland mætir Portúgal í sínum fyrsta leik á þriðjudag.
Ísland mætir Portúgal í sínum fyrsta leik á þriðjudag.
„Spenningurinn er að magnast og við finnum aðeins fyrir því. Við erum að einbeita okkur að okkar leik og það hefur gengið ágætlega. Við erum ekki að fara að gefa neitt eftir. Það yrði saga til næsta bæjar ef við náum að vinna þann leik. Okkur líður oftast vel sem „underdogs" en þeir eru með extra leikmenn sem gaman er að kljást við."
„Það þarf allt að ganga upp til að við fáum eitthvað gegn Portúgal."
Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir