Líklegra að Nunez verði seldur frá Liverpool - Wharton einn af þeim sem eru orðaðir við Man Utd - City á leið í endurbyggingu - Newcastle til í...
   lau 11. júní 2016 08:30
Elvar Geir Magnússon
Annecy
Austurríkismenn komnir í Snapchat bann
David Alaba, skærasta stjarna landsliðs Austurríkis, setti inn myndir og myndbönd á Snapchat frá herbúðum liðsins í Frakklandi. Fjölmiðlar nýttu sér efnið við litla hrifningu knattspyrnusambands Austurríkis.

Fundað var með leikmönnum um notkun á samskiptamiðlum meðan þeir eru í Frakklandi.

Fjölmiðlafulltrúi austurríska liðsins segir að Alaba fái ekki refsingu en það hafi verið skýrt út fyrir leikmönnum að þetta sé eitthvað sem menn vilja ekki sjá.

Alaba er mjög virkur á samfélagsmiðlum og er duglegur að uppfæra fyrir aðdáendur sína á Snapchat, Twitter og Facebook.

Austurríki er með Íslandi í riðli og mætast liðin í lokaumferð riðlakeppninnar.

Fótbolti.net er með fullt leyfi til að vera með Snapchat frá EM og er hægt að fylgjast með undir Fotboltinet.
Athugasemdir
banner
banner
banner