City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
   lau 11. júní 2016 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Benítez ánægður með að flestir sínir leikmenn fari ekki á EM
Rafa tekur hér í spaðann á Andros Townsend sem fór ekki á EM
Rafa tekur hér í spaðann á Andros Townsend sem fór ekki á EM
Mynd: Getty Images
Rafa Benítez, stjóri Newcastle, er ánægður með það að aðeins einn leikmaður Newcastle sé að spila á EM og segir það hjálpa fyrir undirbúning á næsta tímabili.

Franski miðjumaðurinn Moussa Sissoko var sá eini hjá Newcastle sem valinn var í sitt landslið fyrir EM og það er Benítez sáttur með.

„Vanalega þá er ég með 10 og kannski 15 leikmenn sem fara svo ég held að það verði miklu betri núna þegar það er aðeins einn sem fer," sagði Benitez.

„Ég held að það muni henta okkur mjög vel, sérstaklega fyrir okkur þjálfarana, vegna þess að við getum farið að vinna að hugmyndum okkar strax."

Sissoko kom inn á sem varamaður þegar franska liðið hafði betur gegn Rúmeníu í gær. Hann hefur verið orðaður við Arsenal, en Benitez vill halda honum hjá félaginu.

„Hann veit að hann er mikilvægur leikmaður fyrir okkur svo ég mun reyna að halda honum hjá okkur," sagði Benítez að lokum.
Athugasemdir
banner
banner