Leikurinn í opinni dagsskrá hjá Sjónvarpi Símans
Fyrsti leikur á öðrum keppnisdegi á EM 2016 hefst eftir rúmar 40 mínútur. Leikurinn er á milli Albaníu og Sviss og verður afar fróðlegt að fylgjast með honum.
Helsta ástæðan fyrir því er að bræður eru að mætast í fyrsti skipti á EM. Taulant Xhaka leikur með Albaníu á meðan yngri bróðir hans Granit leikur með Sviss.
Báðir bræðurnir eru fæddir í Basel í Sviss, en foreldrar þeirra eru af albönskum og kósóvóskum uppruna.
Þeir spiluðu báðir með yngri landsliðum Sviss, en fóru svo í sitt hvorar áttirnar og munu mætast sem andstæðingar í dag.
Annars má sjá liðin hér að neðan, en leikurinn hefst klukkan 13:00 og er í opinni dagsskrá hjá Sjónvarpi Símans.
Byrjunarlið Albaníu: Berisha, Agolli, Mavraj, Cana, Hysaj, Xhaka, Kukeli, Abrashi, Lenjani, Roshi, Sadiku.
Byrjunarlið Sviss: Sommer, Lichtsteiner, Schär, Djourou, Rodriguez, Behrami, Xhaka, Shaqiri, Dzemaili, Mehmedi, Seferovic.
Sjá einnig:
Söguleg stund þegar Xhaka-bræðurnir mætast
#ALB and #SUI go head-to-head...
— UEFA EURO 2016 (@UEFAEURO) June 11, 2016
As do Taulant and Granit Xhaka #EURO2016 pic.twitter.com/BJowNWARR0
Athugasemdir