Það styttist í annan leik dagsins á EM í Frakklandi, en í honum mætast á Wales og Slóvakía.
Þetta er fyrsti leikur Wales á stórmóti í 58 ár, en Slóvakar hafa litið vel út undanfarið og unnu meðal annars Þjóðverja í æfingaleik á dögunum.
Þetta er fyrsti leikur Wales á stórmóti í 58 ár, en Slóvakar hafa litið vel út undanfarið og unnu meðal annars Þjóðverja í æfingaleik á dögunum.
Byrjunarliðin eru klár og það sem kemur helst á óvart hvað þau varðar er að Danny Ward er í markinu hjá Wales. Ward er samningsbundinn Liverpool, en hann kemur inn í liðið þar sem Wayne Hennessey er meiddur.
Annars er ekki mikið sem kemur á óvart, Gareth Bale og Marek Hamsik, helstu stjörnur liðanna byrja og má búast við miklu fjöri.
Byrjunarlið Wales: Ward, Gunter, Chester, A Williams, Davies, Taylor, Edwards, Allen, Ramsey, J Williams, Bale.
Byrjunarlið Slóvakíu: Kozacik, Pekarik, Skrtel, Durica, Sventom Mak, Kucka, Hrosovsky, Hamsik, Weiss, Duris.
17:00 #EURO2016 commentary #WAL v #SVK
— BBC 5 live Sport (@5liveSport) June 11, 2016
Hennessey out for Wales due to a back spasmhttps://t.co/GfMxXIrNgK pic.twitter.com/gW7pDaoetE
Athugasemdir