Díaz á förum frá Liverpool - Newcastle fær markvörð Burnley - Man City ætlar að losa sig við reynda leikmenn
   lau 11. júní 2016 15:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Wales og Slóvakíu: Markvörður Liverpool fær sénsinn
Það styttist í annan leik dagsins á EM í Frakklandi, en í honum mætast á Wales og Slóvakía.

Þetta er fyrsti leikur Wales á stórmóti í 58 ár, en Slóvakar hafa litið vel út undanfarið og unnu meðal annars Þjóðverja í æfingaleik á dögunum.

Byrjunarliðin eru klár og það sem kemur helst á óvart hvað þau varðar er að Danny Ward er í markinu hjá Wales. Ward er samningsbundinn Liverpool, en hann kemur inn í liðið þar sem Wayne Hennessey er meiddur.

Annars er ekki mikið sem kemur á óvart, Gareth Bale og Marek Hamsik, helstu stjörnur liðanna byrja og má búast við miklu fjöri.

Byrjunarlið Wales: Ward, Gunter, Chester, A Williams, Davies, Taylor, Edwards, Allen, Ramsey, J Williams, Bale.

Byrjunarlið Slóvakíu: Kozacik, Pekarik, Skrtel, Durica, Sventom Mak, Kucka, Hrosovsky, Hamsik, Weiss, Duris.



Athugasemdir
banner
banner