Bandaríkin tekur á móti Paragvæ í úrslitaleik um hvort liðið kemst upp úr A-riðli Copa America. Bandaríkjamönnum nægir stig til að tryggja sig áfram í útsláttarkeppnina.
Liðin mætast klukkan 23:00 í leik sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Liðin mætast klukkan 23:00 í leik sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Eftir að viðureigninni lýkur á Kólumbía leik við Kosta Ríka í sama riðli. Kólumbía mun hvíla lykilmenn þar sem liðið er búið að tryggja sig áfram og því kjörið tækifæri fyrir Kosta Ríka til að sanna sig eftir 4-0 tap gegn Bandaríkjunum í 2. umferð.
Kosta Ríka, sem er ekki búið að skora á mótinu, þarf stórsigur í nótt til að eiga möguleika á að komast í útsláttarkeppnina.
Leikir næturinnar:
23:00 Bandaríkin - Paragvæ (Stöð 2 Sport)
01:00 Kólumbía - Kosta Ríka (Stöð 2 Sport)
A-riðill:
1. Kólumbía 6 stig 4-1
2. Bandaríkin 3 stig 4-2
3. Paragvæ 1 stig 1-2
4. Kosta Ríka 1 stig 0-4
Athugasemdir