Argentína 5 - 0 Panama
1-0 Nicolas Otamendi ('7)
2-0 Lionel Messi ('68)
3-0 Lionel Messi ('78)
4-0 Lionel Messi ('87)
5-0 Sergio Aguero ('90)
Rautt spjald: Anibal Godoy, Panama ('31)
1-0 Nicolas Otamendi ('7)
2-0 Lionel Messi ('68)
3-0 Lionel Messi ('78)
4-0 Lionel Messi ('87)
5-0 Sergio Aguero ('90)
Rautt spjald: Anibal Godoy, Panama ('31)
Argentína mætti Panama í 2. umferð Copa America í nótt en bæði lið höfðu sigrað leiki sína í fyrstu umferð.
Argentína lagði ríkjandi meistara Síle að velli og Panama hafði betur gegn Bólivíu, en Panama hefur gengið merkilega vel í landsleikjum á undanförnum árum.
Varnarmaðurinn Nicolas Otamendi kom Argentínu yfir snemma í leiknum. Argentínumenn héldu boltanum vel en Panama varðist vel og beitti hættulegum skyndisóknum.
Það var smá óró að færast í leik Argentínu í stöðunni 1-0 en þá var Lionel Messi var skipt inná á 61. mínútu. Það tók snillinginn smávaxna aðeins sjö mínútur að skora og skömmu síðar kom Sergio Agüero inn fyrir Gonzalo Higuain.
Messi bætti öðru marki sínu við á 78. mínútu og fullkomnaði þrennuna níu mínútum síðar og gerði því þrennu á nítján mínútum.
Aguero gerði fimmta og síðasta mark leiksins á lokamínútunum og stórsigur Argentínu staðreynd.
Athugasemdir