City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
   lau 11. júní 2016 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Copa America: Vidal skoraði úr sigurvíti eftir 10 mínútur í uppbót
Arturo Vidal fagnar hér sigurmarki sínu
Arturo Vidal fagnar hér sigurmarki sínu
Mynd: Getty Images
Síle 2 - 1 Bólivía
1-0 Arturo Vidal ('46 )
1-1 Jhasmani Campos ('61 )
2-1 Arturo Vidal ('100 )

Ríkjandi meistararnir í Síle héldu vonum sínum á lofti í Copa America með því að vinna dramatískan sigur á Bólivíu í nótt.

Arturo Vidal, leikmaður Bayern Munchen, kom Síle yfir eftir eina mínútu í seinni hálfleik og staðan orðin 1-0.

Sú forysta entist þó aðeins í korter, en þá skoraði Jhasmani Campos gríðarlega flott mark fyrir Bólivíu beint úr aukaspynu.

Það virtist allt stefna í jafntefli, en þegar tíu mínútur voru komnar fram í uppbótartímann, já tíu mínútur, þá fékk Síle víti. Boltinn fór í höndina á leikmanni Bólivíu og á punktinn fór Arturo Vidal og hann skoraði, 2-1 fyrir Síle.

Vonir Síle eru því enn á lofti, en liðið á titil að verja eftir unnið keppnina á síðasta ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner