
Einar Björn Árnason, Einsi Kaldi, sér um að elda ofan í íslenska landsliðið í Frakklandi ásamt kokkum á hóteli liðsins. Einsi hefur fylgt íslenska liðinu í ferðir undanfarnar ár,
„Það er alltaf veisla hjá þeim. Þeir eiga að fá sem fjölbreyttasta fæðu. Þeir eru hér í marga daga og ég reyni að gera þetta svolítið spennandi til að maturinn sé stór partur af þessu," sagði Einsi þegar Fótbolti.net heilsaði upp á hann í eldhúsinu á hóteli íslenska landsliðinu í dag.
„Þeir borða ótrúlega mikið. Sumir eru duglegir í grænmeti, aðrir eru duglegir í kjöti, sumir borða fisk og sumir borða ekki fisk. Þetta er mjög misjafnt."
Erfiðast í Tyrklandi
Kokkarnir í Frakklandi hafa náð vel saman með Einari eftir smá erfiðleika í byrjun.
„Það er áfall fyrir þá að fá kolvitlausan Íslending, hvað þá Vestmannaeying, inn í eldhús til þeirra. Yfirkokkurinn er með Michelin stjörnu og svo kemur Íslendingur sem ætlar að umbylta öllu. Það voru smá hnökrar í byrjun því að þetta er íslenskt hráfefni og franskt hráefni eldað á íslensku. Ég hef komið mínum skoðunum fram og samstarfið hefur gengið frábærlega."
Einar hefur farið víða með landsliðinu undanfarin ár en hvar hefur samstarfið verið erfiðast undanfarin ár?
„Það var úti í Tyrklandi, klárlega. Menningin þar er svo gríðarlega langt frá okkur. Þar var ég með 4-5 kokkum í eldhúsinu þar sem enginn talaði ensku einu sinni. Það reyndi á, það er erfiðasta vika sem ég hef unnið. Ég var alveg að fara að tapa mér,"
Spáir Íslandi í undanúrslit
Einar er bjartsýnn fyrir EM og spáir Íslendingum mjög góðu gengi. „Ég vona svo sannarlega að við förum með bikarinn heim. Ég hef sagt frá því að við unnum Hollendinga að við förum í undanúrslit," sagði Einsi brattur.
4 uppáhaldsréttir landsliðsmanna
Lasagna
Þorskhnakki
Rissotto
Hakk og Spaghettí
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir