„Um leið og maður finnur eitthvað vill maður ekki taka neina sénsa þegar svona stutt er í leik," sagði Theódór Elmar Bjarnason við Fótbolta.net í æfingabúðum landsliðsins í Frakkklandi í morgun en hann naut aðstoðar sjúkraþjálfara á æfingunni í gær.
„Ég dró mig aðeins í hlé og fékk aðhlynningu. Ég er orðinn skárri í dag. Ég hugsa að ég taki því smá rólega á æfingunni í dag líka en svo verð ég 100% á morgun. Leikurinn er ekki í hættu, það þyrfti meira til að stoppa það," bætti hann við.
Ísland mætir Portúgal á þriðudaginn í fyrsta leik Íslands á stórmóti.
„Maður getur ekki beðið, maður vill helst spila leikinn í dag en við þurfum að stilla hausinn og ná réttu spennustigi svo þetta verði ekki eitthvað kaos þegar við mætum í leikinn."
Æfing Íslands í æfingabúðunum í Annecy í gær var opin áhorfendum og var vel mætt bæði af íslenskum stuðningsmönnum og heimamönnum í þessum franska smábæ.
„Það var bara stemmning, og gaman að sjá hversu mikill áhuginn var. Það var full stúkan hérna þótt hún sé ekki stór. Þetta var mjög gaman."
Nánar er rætt við Elmar í sjónvarpinu hér að ofan.
Ert þú á EM-flakki um Frakkland?
— Fótboltinet (@Fotboltinet) June 10, 2016
Hvetjum fólk til að nota kassamerkið #fotboltinet fyrir myndir og annað efni! pic.twitter.com/BqSlsy0eGV
Athugasemdir