Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   lau 11. júní 2016 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
EM í dag - Englendingar og Rússar takast á
Það er talið ólíklegt að Jamie Vardy komist í byrjunarlið enska landsliðsins.
Það er talið ólíklegt að Jamie Vardy komist í byrjunarlið enska landsliðsins.
Mynd: Getty Images
Það eru þrír leikir á dagskrá Evrópumótsins í dag og það verða áfram þrír leikir spilaðir á hverjum degi fram að síðustu umferð riðlakeppninnar.

Í fyrsta leik dagsins á Albanía leik við Sviss í A-riðli, en Frakkar höfðu betur gegn Rúmenum í opnunarleiknum í gær og eru því á toppi riðilsins.

Gareth Bale og félagar í velska landsliðinu mæta Slóvakíu í B-riðli. Slóvakar sýndu fína takta í undankeppninni þegar þeir lögðu Spánverja að velli en Walesverjar stóðu sig einnig mjög vel og komu mörgum á óvart.

England á svo leik við Rússland til að ljúka deginum og það verður afar áhugavert að sjá hvernig Roy Hodgson stillir landsliðinu upp.

Mikill hiti hefur verið á götum Marseille fyrir viðureign Englendinga og Rússa. Fótboltabullur hafa lent í blóðugum slagsmálum og hefur óeirðalögreglan þurft að hafa afskipti af stuðningsmannahópum beggja þjóða oftar en tíu sinnum á tveimur dögum.

A-riðill:
13:00 Albanía - Sviss (Beint í Sjónvarpi Símans)

B-riðill:
16:00 Wales - Slóvakía (Beint í Sjónvarpi Símans)
19:00 England - Rússland (Beint í Sjónvarpi Símans)
Athugasemdir
banner
banner
banner