Hinn belgíski Eden Hazard meiddist á æfingu liðsins, en hann verður að öllum líkindum með gegn Ítalíu á mánudaginn.
Hazard, sem mun bera fyrirliðaband Belga á mótinu, þurfti að draga sig til hlés á æfingu í gær eftir að hafa meitt sig lítillega.
Stigið var á fót Hazard og þurfti hann að hætta snemma á æfingu. Búist er við því að hann verði þó tilbúinn til þess að leiða þjóð sína inn á völlinn gegn Ítölum á mánudaginn í stórleik.
„Ég held að þetta sé ekkert alvarlegt, bara smá meiðsli," sagði Marc Wilmots, landsliðsþjálfari Belga, um málið.
Wilmots segir að allir leikmenn Belga séu heilir og þar á meðal hinn meiðslahrjáði Thomas Vermaelen.
„Thomas hefur staðið sig vel á æfingum síðustu daga og hann er fullkomlega tilbúinn til þess að berjast. Það eru engin vandamál hjá honum."
Athugasemdir