Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   lau 11. júní 2016 10:45
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland komst í 8-liða úrslit í Football Manager
Icelandair
Gylfi Þór var maður leiksins gegn Rússum.
Gylfi Þór var maður leiksins gegn Rússum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lars og Heimir voru nefndir bestu þjálfarar mótsins.
Lars og Heimir voru nefndir bestu þjálfarar mótsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölmiðillinn Squawka sérhæfir sig í öðruvísi fréttamennsku þegar það kemur að knattspyrnu.

Tölfræðimiðaðar fréttir eru í meirihluta en auk þeirra hafa fréttamenn þar verið að prófa sig áfram með ýmsum aðferðum. Ein af þessum aðferðum er að láta hlutina gerist fyrst í Football Manager, fara yfir niðurstöðuna og skrifa um það.

Til dæmis er búið að prófa að láta næsta tímabil ensku úrvalsdeildarinnar spilast með Antonio Conte hjá Chelsea, Pep Guardiola hjá Manchester City og Jose Mourinho hjá Manchester United.

Í þetta skiptið var prófað að láta Evrópumótið í Frakklandi spilast í gegn, og gengi Íslands gæti komið lesendum á óvart.

Spænska landsliðið vann Evrópumótið í þriðja skiptið í röð eftir 3-0 sigur gegn gestgjöfunum í úrslitaleiknum. Í þeim leik skoraði Nolito tvennu og Alvaro Morata eitt.

Spánverjar unnu alla leiki sína á mótinu og fór Vicente del Bosque, landsliðsþjálfari, á eftirlaun eftir mótið.

Liðið sem kom mest á óvart var Ísland. Eftir 3-0 tap fyrir Portúgal í fyrstu umferð gerði íslenska landsliðið sér lítið fyrir og lagði Ungverjaland 3-1 og svo Austurríki 1-0.

Ísland komst í útsláttarkeppnina þar sem Rússar mættu hressir til leiks en þeir höfðu engin svör við íslenska sóknarleiknum þar sem Gylfi Þór Sigurðsson fór á kostum.

Gylfi skoraði fyrsta mark leiksins af 25 metra færi, bætti öðru við beint úr aukaspyrnu og lagði svo þriðja markið upp fyrir Alfreð Finnbogason í 4-1 sigri.

Íslendingar mættu svo gestgjöfum Frökkum í 8-liða úrslitum en Dimitri Payet og Moussa Sissoko sökktu íslenska landsliðinu sem við vonum svo sannarlega að standi sig jafn vel í raunveruleikanum.

Til gamans má geta að Dimitri Payet var besti leikmaður mótsins, skoraði tvö mörk og lagði fjögur upp. Payet átti einmitt draumaleik í raunveruleikanum í gær þegar Frakkland lagði Rúmeníu að velli með tveimur mörkum gegn einu. Þar skoraði Payet og lagði upp fyrir heimamenn.

Nolito var næstbesti maður mótsins og Burak Yilmaz, sem skoraði fimm mörk, sá þriðji.
Athugasemdir
banner
banner
banner