Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   lau 11. júní 2016 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Jamie Redknapp: Enginn Rússi kæmist í enska liðið
Mynd: Getty Images
Jamie Redknapp segist búast við erfiðum leik þegar England mætir Rússlandi á Evrópumótinu í kvöld.

Redknapp segir að enska landsliðið ætti ekki að óttast það rússneska þó hann búist við erfiðum leik, enda segir hann að enginn leikmaður Rússa kæmist í enska byrjunarliðið.

„Þetta verður erfiður leikur. Ég er búinn að heyra mikið um að þetta enska landslið hafi kjarkinn sem þarf til að vinna, en ég veit ekki hvort Hodgson hafi kjarkinn," sagði Redknapp.

„Hodgson hefur alltaf verið varnarsinnaður stjóri og ég sé það ekki breytast þó hann hafi valið mikið af sóknarmönnum fyrir Evrópumótið. Það gæti orðið hans helsta martröð að vera fastur með of marga sóknarmenn.

„Þegar allt kemur til alls þá kæmist enginn leikmaður rússneska landsliðsins í enska byrjunarliðið. Ég óttast Rússana ekki og það ætti enska landsliðið ekki heldur að gera."

Athugasemdir
banner
banner