Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ, er að sjálsögðu út í Frakklandi til þess að fylgjast með fylgjast með gangi mála.
Henni var boðið að koma á opnunarleik Evrópumótsins í gær, en hún ákvað að þiggja ekki það boð.
„Ég fór ekki á opnunarleikinn, ég fór á opnunarhátíðina og ákvað svo að drífa mig til baka. Ég hreinlega sleppti opnunarleiknum," sagði Klara þegar Fótbolti.net tók hana tali í Annecy.
„Mér var boðið á opnunarleikinn, en ég ákvað að koma aftur sveitarsæluna hérna. París er dálítið yfirþyrmandi núna eins og þetta er nú falleg og skemmtileg. Það er mikil löggæsla á hverju horni og ekkert nema umferðarteppur og annað slíkt þannig að það var mjög ljúft að koma til baka í sveitarsæluna."
Mikil öryggisgæsla er í kringum mótið og óttinn við hryðjuverk er mikill. Klara segir andrúmsloftið í París þrúgandi.
„Það var svolítið þrúgandi satt besta að segja. Frakkar eru greinilega áhyggjufullir og þeir hafa fulla ástæðu til. Það var samt léttir yfir mönnum og tilhlökkun að byrja mótið."
Ísland á leik gegn Austurríki í París á Stade de France þann 22. júní og þá ætlar Klara ekki að láta sig vanta.
„Þá læt ég mig ekki vanta," sagði Klara létt.
Athugasemdir