Líklegra að Nunez verði seldur frá Liverpool - Wharton einn af þeim sem eru orðaðir við Man Utd - City á leið í endurbyggingu - Newcastle til í...
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
Matti Villa: Hefðum átt góða möguleika í framlengingu
Ari Sigurpáls: Upprunalegt markmið var að ná í eitt stig
Fyrirliði Vals um félagaskipti Gylfa: Þetta var blásið upp
Myndband: Víkingar fá fallegar kveðjur að heiman
Telja að Víkingur hafi gert díl við manninn þarna uppi
Góður andi í Aþenu - 75 Víkingar á 75 þúsund manna velli
Sölvi Geir: Besta og dýrasta afmælisgjöf sem ég hef fengið
Lykilmenn snúa úr banni - „Langt frá því að vera saddir“
„Þeir hreinlega skömmuðust sín“
Fiðrildi í maganum fyrir leik - „Þetta var ógeðslega gaman“
„Rosalega erfitt að kveðja hann“
„Vona að Kári Árna taki ekki upp á þessu“
   lau 11. júní 2016 11:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klara Bjartmarz: Frakkar eru greinilega áhyggjufullir
Icelandair
Klara ákvað að sleppa opnunarleiknum
Klara ákvað að sleppa opnunarleiknum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ, er að sjálsögðu út í Frakklandi til þess að fylgjast með fylgjast með gangi mála.

Henni var boðið að koma á opnunarleik Evrópumótsins í gær, en hún ákvað að þiggja ekki það boð.

„Ég fór ekki á opnunarleikinn, ég fór á opnunarhátíðina og ákvað svo að drífa mig til baka. Ég hreinlega sleppti opnunarleiknum," sagði Klara þegar Fótbolti.net tók hana tali í Annecy.

„Mér var boðið á opnunarleikinn, en ég ákvað að koma aftur sveitarsæluna hérna. París er dálítið yfirþyrmandi núna eins og þetta er nú falleg og skemmtileg. Það er mikil löggæsla á hverju horni og ekkert nema umferðarteppur og annað slíkt þannig að það var mjög ljúft að koma til baka í sveitarsæluna."

Mikil öryggisgæsla er í kringum mótið og óttinn við hryðjuverk er mikill. Klara segir andrúmsloftið í París þrúgandi.

„Það var svolítið þrúgandi satt besta að segja. Frakkar eru greinilega áhyggjufullir og þeir hafa fulla ástæðu til. Það var samt léttir yfir mönnum og tilhlökkun að byrja mótið."

Ísland á leik gegn Austurríki í París á Stade de France þann 22. júní og þá ætlar Klara ekki að láta sig vanta.

„Þá læt ég mig ekki vanta," sagði Klara létt.
Athugasemdir
banner
banner
banner