
Lars Lagerback, landsliðsþjálfari var léttur á því þegar Fótbolti.net spjallaði við hann á hóteli liðsins í dag.
Hann er ansi sáttur við hótelið.
Hann er ansi sáttur við hótelið.
„Þetta er búið að vera gott. Hótelið er gott. Æfingasvæiðið hefur verið mjög gott líka en ég hafði áhyggjur af því. Ég get ekki kvartað."
Hann er búinn að fara mjög vel yfir leik Portúgala með liðinu og á eftir að fara enn betur yfir það.
„Auðvitað förum við vel yfir þá. Við erum með síðasta leik sem þeir spiluðu og vorum með stóra kynningu í gær. Við munum fara yfir mikilvæga hluti á æfingunni á morgun og svo liðsfundi í dag og á morgun."
Hann segir ansi margt þurfa að ganga upp til að liðið geti unnið Portúgal.
„Það eru margir hlutir, þeir eru með mjög gott lið. Ég hef aldrei séð Portúgali svona góða. Þeir eru með frábæra sóknarlínu og við þurfum að verjast 100%. Þeir eru ekki eins sterkir varnarlega og ef við náum góðum sóknum á þá, eigum við alltaf séns."
Hann talaði svo enn frekar um hótelið og hversu hrifinn hann var af því.
„Það fer eftir því hverju þú leitar af, ég hef verið á meiri lúxus hótelum en þetta er mjög gott hótel. Þetta er besta hótelið sem ég hef verið í með landsliðinu. Þetta er í fyrsta skipti sem við erum ein með hótel. Það er enginn að trufla okkur og við erum ekki að trufla neinn."
Hann segist litið vera í Playstation eins og leikmennirnir.
„Ég prófaði Playstation í nokkrar sekúndur en það er ekki mikill frítími."
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir