Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   lau 11. júní 2016 09:00
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: BBC 
Man Utd að kaupa Bale á 94,6 milljónir punda
Powerade
Gareth Bale gæti farið til Man Utd á 94,6 milljónir punda.
Gareth Bale gæti farið til Man Utd á 94,6 milljónir punda.
Mynd: Getty Images
Þá er komið að daglegum slúðurpakka í boði Powerade en þar er búið að taka saman helsta slúðrið í ensku miðlunum í morgun.

Manchester United hefur trú á að geta keypt Gareth Bale frá Real Madrid á 94,6 milljónir punda sem væri met. (Daily Star)

Paris Saint Germain íhugar að virkja klásúlu Neymar hjá Barcelona um að hann megi fara séu boðnar 153 milljónir punda. (Daily Mail)

Alvaro Morata framherji Juventus mun hafna því að fara til Man Utd ef félagið semur við Zlatan Ibrahimovic. (Gazzetta dello Sport)

Ekki er víst að Zlatan fari til Man Utd því Erik Hamren þjálfari Svía segir að hann muni ekki fljúga til Englands. (Guardian)

Man City vill ganga frá kaupum á Aymeric Laporte varnarmanni Athletic Bilbao á næstu dögum. (Marca)

Jamie Vardy hafnaði því að fara í læknisskoðun hjá Arsenal og því verður ekkert af félagakiptum. (TalkSport)

Michy Batshuayi framherji Belgíu og Marseille vill 100 þúsund pund í vikulaun fari hann til Tottenham. (Daily Mirror)

Juventus er líklegast til að hafa betur en Everton í baráttunni um ítalska framherjann Graziano Pelle hjá Southampton. (TalkSport)

Liverpool íhugar að næla í ofiane Boufal miðjumann Lille. (Daily Express)

Everton hefur áhuga á Jasper Cillessen markmaanni Ajax og hollenska landsliðsins. (Daily Mirror)
Athugasemdir
banner