City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
banner
   lau 11. júní 2016 13:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mynd: Mamma Xhaka bræðra velur ekki á milli landsliða
Mamma þeirra Granit og Taulant mætti bol með hálfum svissneska fánanum og hálfum albanska fánanum
Mamma þeirra Granit og Taulant mætti bol með hálfum svissneska fánanum og hálfum albanska fánanum
Mynd: Facebook
Albanía og Sviss eigast nú við á EM í Frakklandi og er kominn hálfleikur. Staðan er 1-0 fyrir Sviss, en markið skoraði Fabian Schär snemma leiks.

Eins og flestir vita þá eigast við bræður í leiknum, en Taulant Xhaka leikur með Albaníu á meðan bróðir hans Granit leikur með Sviss.

Þetta er í fyrsta skipti sem bræður eigast við á EM og er mamma þeirra að sjálsögðu mætt í stúkuna að fylgjast með.

Hún ákvað ekki að velja á milli landsliða og mætti í bol með hálfum svissneska fánanum og hálfum albanska fánanum.

Mynd af henni má sjá til hliðar og markið sem Sviss skoraði má sjá hér að neðan. Albanía á erfitt verk fyrir höndum í seinni hálfleik því Lorik Cana, fyrirliði liðsins, lét reka sig af velli í fyrri hálfleik.

Sjá einnig:
Söguleg stund þegar Xhaka-bræðurnir mætast

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner