Albanía og Sviss eigast nú við á EM í Frakklandi og er kominn hálfleikur. Staðan er 1-0 fyrir Sviss, en markið skoraði Fabian Schär snemma leiks.
Eins og flestir vita þá eigast við bræður í leiknum, en Taulant Xhaka leikur með Albaníu á meðan bróðir hans Granit leikur með Sviss.
Þetta er í fyrsta skipti sem bræður eigast við á EM og er mamma þeirra að sjálsögðu mætt í stúkuna að fylgjast með.
Hún ákvað ekki að velja á milli landsliða og mætti í bol með hálfum svissneska fánanum og hálfum albanska fánanum.
Mynd af henni má sjá til hliðar og markið sem Sviss skoraði má sjá hér að neðan. Albanía á erfitt verk fyrir höndum í seinni hálfleik því Lorik Cana, fyrirliði liðsins, lét reka sig af velli í fyrri hálfleik.
Sjá einnig:
Söguleg stund þegar Xhaka-bræðurnir mætast
Athugasemdir