„Ef einhver hefði sagt mér fyrir leikinn að svona myndi hann verða hefði ég ekki trúað því," segir Dimitri Payet, hetja Frakklands í opnunarleik EM. Payet átti frábæran leik og skoraði sigurmarkið með mögnuðu skoti.
Markið kom á 89. mínútu en nokkrum sekúndum síðar fékk hann heiðursskiptingu og gat ekki leynt tilfinningum sínum, tárin léku.
Markið kom á 89. mínútu en nokkrum sekúndum síðar fékk hann heiðursskiptingu og gat ekki leynt tilfinningum sínum, tárin léku.
Frakkar unnu Rúmeníu 2-1 en Payet lagði upp fyrra mark síns liðs.
„Það tók okkur tíma að finna glufur á vörn Rúmena og við vorum of hræddir við að gera mistök í upphafi leiks. Við mættum liði sem er mjög gott að verjast. Við fengum hjálp frá áhorfendum en þessi leikur sýndi að það verður enginn auðveldur leikur."
Hin lið riðilsins, Albanía og Sviss, eigast við í dag.
Athugasemdir